Erlent

Hið minnsta 44 látnir eftir sprengingu í Pakistan

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hundruðir voru saman komnir á fundi flokksins.
Hundruðir voru saman komnir á fundi flokksins. getty

Að minnsta kosti 44 létust í sprengingu í bænum Khur í Pakistan í dag. Sprengingin varð á samkomu Islam-flokks sem hefur sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu.

Auk hinna 44 látnu eru fleiri en hundrað manns slasaðir. Flokkurinn sem um ræðir heitir Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl.

Lögregluyfirvöld greina frá því að ýmislegt bendi til þess að sjálfsvígssprengju hafi verið að ræða en ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Þeir sem særðust hafa nú verið flutt á spítala en sjónarvottar segja björgunaraðgerðir hafa gengið brösuglega.

Búist er við því að tala látinna hækki á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×