Erlent

Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaða­manna­fundi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
McConnell er 81 árs. 
McConnell er 81 árs.  AP

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“.

Skömmu eftir að vikulegur blaðamannafundur McConnell hófst hætti leiðtoginn skyndilega að tala í miðri setningu og starði út í loftið í nokkrar sekúndur áður en hann var teymdur út af fundinum. 

Einhverju síðar kom McConnell aftur á fundinn og hóf að svara spurningum blaðamanna. Aðspurður hvað hefði gerst sagðist hann vera „í lagi“ en gaf engar frekari skýringar. 

Myndband af atburðinum má sjá hér að neðan.

McConnell var frá vinnu í sex vikur fyrr á þessu ári eftir að hafa dottið á höfuðið. Greint var frá því að hann hefði hlotið heilahristing og rifbeinsbrot. Í frétt The Guardian segir að mál hans hafi nýlega hökt í auknum mæli, sem veki áhyggjur meðal kollega hans um heilsufar hans. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×