„Mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli“ Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:03 Grímur segir að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Bylgjan Grímur Már Þórólfsson, lögmaður sem sérhæfir sig í hjúskaparrétti, segir það algengt að fólk geri kaupmála hér á landi áður en það gengur í hjónaband. Hann segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólk skoði það að gera kaupmála. „Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“ Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“
Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent