„Mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli“ Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:03 Grímur segir að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Bylgjan Grímur Már Þórólfsson, lögmaður sem sérhæfir sig í hjúskaparrétti, segir það algengt að fólk geri kaupmála hér á landi áður en það gengur í hjónaband. Hann segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólk skoði það að gera kaupmála. „Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“ Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“
Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent