Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno greinir frá þessu. Hann segir að þrátt fyrir áhuga Arsenal hafi Sara ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Juventus.
Arsenal was interested in signing Sara Björk Gunnarsdóttir, though the midfielder has decided to stay with Juventus, per @Maumunno pic.twitter.com/oIEo4UBc9v
— Women s Transfer News (@womenstransfer) July 25, 2023
Sara gekk í raðir Juventus frá Lyon í fyrra. Hún varð ítalskur bikarmeistari með liðinu á síðasta tímabili.
Sara hefur auk þess leikið með Rosengård og Wolfsburg á ferli sínum í atvinnumennsku.
Ekki er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttur, núverandi landsliðsfyrirliði, var orðuð við Arsenal. Hún verður þó líklega áfram hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München.