Fór af velli með samfallið lunga þegar Man. United tapaði 3-1 á móti Wrexham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2023 11:31 Paul Mullin, aðalmarkaskorari Wrexham, fékk slæmt högg og endaði leikinn upp á sjúkrahúsi. Getty/Matthew Ashton Manchester United tapaði 3-1 á móti Wrexham í æfingarleik í Bandaríkjunum í nótt sem eru úrslit sem vissulega stinga í augun. Wrexham er nýkomið upp í ensku D-deildina og hefur verið í stórsókn síðan að Hollywood eigendurnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust félagið. REPORT | Wrexham 3-1 Manchester UnitedElliot Lee, Aaron Hayden and Sam Dalby contributed to the victory in front of a record crowd at the Snapdragon Stadium. #WxmAFC | #WxmUSTour— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Það fylgir þó sögunni að lið Manchester United í nótt var skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Eldri og reyndari leikmenn hópsins höfðu farið áfram á undan til Texas þar sem æfingaferðin heldur áfram með leik á móti Real Madrid á morgun. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, horfði á leikinn en það ólíklegt að margir ungir leikmenn hafi náð að sanna sig fyrir honum í nótt. Reynsluboltinn Jonny Evans reyndi að hjálpa til en árangurs. Ten Hag sagði við MUTV að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með leikinn en að ungu leikmennirnir þyrftu að læra af þessu. Paul Mullin, leikmaður Wrexham, fór af velli með samfallið lunga eftir samstuð við Nathan Bishop, markvörð Manchester United. Mullin skoraði 46 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Your Snapdragon Cup champions, Wrexham AFC! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/eK9R1WAP0R— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Ryan Reynolds, þekktari Hollywood eigandi Wrexham, gat ekki mætt á leikinn en þar var aftur á móti kollegi hans Rob McElhenney. Leikurinn fór fram á Snapdragon Stadium í Kaliforníu og var uppselt á leikinn. 34.248 mættu á leikinn. Elliot Lee, Aaron Hayden og Sam Dalby skoruðu mörk Wrexham en Marc Jurado minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Hinn átján ára gamli Dan Gore fékk síðan rautt spjald í byrjun síðari hálfleiks og lék United því manni færri langstærsta hluta hans. An update from SPM, we re all behind you Mulls! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/WGMYnHcdqd— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Wrexham er nýkomið upp í ensku D-deildina og hefur verið í stórsókn síðan að Hollywood eigendurnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust félagið. REPORT | Wrexham 3-1 Manchester UnitedElliot Lee, Aaron Hayden and Sam Dalby contributed to the victory in front of a record crowd at the Snapdragon Stadium. #WxmAFC | #WxmUSTour— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Það fylgir þó sögunni að lið Manchester United í nótt var skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Eldri og reyndari leikmenn hópsins höfðu farið áfram á undan til Texas þar sem æfingaferðin heldur áfram með leik á móti Real Madrid á morgun. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, horfði á leikinn en það ólíklegt að margir ungir leikmenn hafi náð að sanna sig fyrir honum í nótt. Reynsluboltinn Jonny Evans reyndi að hjálpa til en árangurs. Ten Hag sagði við MUTV að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með leikinn en að ungu leikmennirnir þyrftu að læra af þessu. Paul Mullin, leikmaður Wrexham, fór af velli með samfallið lunga eftir samstuð við Nathan Bishop, markvörð Manchester United. Mullin skoraði 46 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Your Snapdragon Cup champions, Wrexham AFC! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/eK9R1WAP0R— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Ryan Reynolds, þekktari Hollywood eigandi Wrexham, gat ekki mætt á leikinn en þar var aftur á móti kollegi hans Rob McElhenney. Leikurinn fór fram á Snapdragon Stadium í Kaliforníu og var uppselt á leikinn. 34.248 mættu á leikinn. Elliot Lee, Aaron Hayden og Sam Dalby skoruðu mörk Wrexham en Marc Jurado minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Hinn átján ára gamli Dan Gore fékk síðan rautt spjald í byrjun síðari hálfleiks og lék United því manni færri langstærsta hluta hans. An update from SPM, we re all behind you Mulls! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/WGMYnHcdqd— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira