Fótbolti

Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Heger­berg sem enn hefur ekki skorað mark á HM

Siggeir Ævarsson skrifar
Ada Hegerberg hefur ekki fundið netmöskvana með Noregi síðan 2015
Ada Hegerberg hefur ekki fundið netmöskvana með Noregi síðan 2015 Vísir/Getty

Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun.

Hegerberg er einn öflugasti markaskorari heims en hún hefur skorað 158 mörk í 139 deildarleikjum með Lyon. Árið 2017 dró hún sig út úr norska landsliðinu vegna ósættis hennar og norska knattspyrnusambandsins.

Margir reiknuðu með að Hegerberg yrði svo gott sem óstöðvandi á heimsmeistaramótinu, þar á meðal Nike sem gerðu þessa skemmtilegu auglýsingu, þar sem allt tiltækt lið er kallað á völlinn til að reyna að halda aftur að henni.

Markaðsdeild Nike reyndist sannarlega ekki sannspá, og nú hafa meiðsli stöðvað Hegerberg, í það minnsta í bili. Noregur er enn sigurlaust í sínum riðli og alls óvíst hvort þær komist áfram.

Fyrir þá sem eru ekki langskólagegnir í kvikmyndafræðum, þá er auglýsingin óður til ódauðlegrar senu í kvikmyndinni Leon: The Professional.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×