Besti framherji Norðmanna hefur ekki skorað í tólf klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:50 Ada Hegerberg í leiknum á móti Nýja Sjálandi en það eru margir að bíða eftir marki frá henni í dag. Getty/Ulrik Pedersen Norski framherjinn Ada Hegerberg hefur raðað inn mörkum með franska stórliðinu Olympique Lyon en það er ekki hægt að segja sömu sögu af henni í norska landsliðinu. Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira