Erfitt að glíma við elda þegar óþekkt eiturefni gætu verið í spilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2023 12:16 Talsverðar skemmdir urðu á efnamóttöku Terra í Hafnarfirði. Vísir/Ingi Talsverðar skemmdir urðu á móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði vegna elds sem kviknaði þar í nótt. Varðstjóri segir varasamt að glíma við eld þar sem finna má óþekkt eiturefni. Heppni sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í húsinu. Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði. Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði.
Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48