Hrakin úr bænum eftir að þau greindu frá nasistakveðjum nemenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 13:10 Laura Nickel og Max Teske vöktu athygli á öfgafullri hegðun í skólanum Mina Witkojc og fengu í staðinn skammir og hótanir. AP/Markus Schreiber Tveir menntaskólakennarar voru hraktir úr bænum Burg í austurhluta Þýskalands eftir að þau birtu opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau lýstu eitruðu andrúmslofti, ofbeldi og nasistakveðjum nemenda í skólanum sem þau kenndu við. Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum. Þýskaland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum.
Þýskaland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“