Hrakin úr bænum eftir að þau greindu frá nasistakveðjum nemenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 13:10 Laura Nickel og Max Teske vöktu athygli á öfgafullri hegðun í skólanum Mina Witkojc og fengu í staðinn skammir og hótanir. AP/Markus Schreiber Tveir menntaskólakennarar voru hraktir úr bænum Burg í austurhluta Þýskalands eftir að þau birtu opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau lýstu eitruðu andrúmslofti, ofbeldi og nasistakveðjum nemenda í skólanum sem þau kenndu við. Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum. Þýskaland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum.
Þýskaland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira