Erlent

Ljónið sennilega svín

Samúel Karl Ólason skrifar
Michael Grubert, bæjarstjóri Kleinmachnow, á blaðamannafundi í dag. Hann mætti með útskýringarmyndir sem eiga að sanna að dýrið á myndbandinu sé svín en ekki ljón.
Michael Grubert, bæjarstjóri Kleinmachnow, á blaðamannafundi í dag. Hann mætti með útskýringarmyndir sem eiga að sanna að dýrið á myndbandinu sé svín en ekki ljón.

Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín.

Veiðimenn munu þó halda áfram leit og ganga úr skugga um að ljón sé ekki á svæðinu.

Myndband sem átti að sýna ljón í Berlín var birt á samfélagsmiðlum á fimmtudagskvöldið og í kjölfarið sagðist fólk hafa séð ljón elta uppi og drepa villisvín. Lögreglan sagði þá að ekki væri tilefni til að telja að myndefnið væri ekki ósvikið.

Í dag bárust svo fleiri en tíu tilkynningar frá borgurum um að þeir hefðu séð ljón.

Berliner Zeitung hefur eftir sérfræðingi að myndbandið sýni ekki ljón, heldur stórt villisvín. Miðillinn hefur eftir bæjarstjóra úthverfisins Kleinmachnow að engin hætta sé á ferli.


Tengdar fréttir

Hafa enn ekki fundið ljónið

Lögreglan í Berlín og Brandenburg hefur enn ekki fundið ljónið sem talið er að gangi lausum hala í suðurhluta borgarinnar og úthverfum. Til stendur að auka viðbúnað og umfang leitarinnar í dag.

Ljón leikur lausum hala í Berlín

Lögreglan Í Berlín hefur beðið íbúa í úthverfum borgarinnar um að halda sig heima eftir að stórt kattardýr, sem talið er vera ljónynja, sást á svæðinu í gærkvöldi. Þá eru gæludýraeigendur beðnir um að halda dýrum sínum innandyra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×