Neita að hafa klippt tré til að gera mótmælendum erfiðara um vik Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 06:00 Mikill hiti hefur haft áhrif á verkfallsaðgerðir handritshöfunda og leikara í Hollywood. Ap/Steven Senne Forsvarsmenn NBC Universal kvikmyndaversins hafna því að hafa snyrt tré á lóð sinni við Universal Studios í þeim tilgangi að gera mótmælendum erfiðara um vik í steikjandi hita. Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa gefið út að trjásnyrtingin sé til rannsóknar og til skoðunar hvort fyrirtækið hafi haft heimild til að klippa af trjánum. Handritshöfundar og leikarar sem standa nú í samningaviðræðum við fyrirtækið og hafa lagt niður störf kvarta undan meðferð á röð fíkustrjáa sem veitti þeim skugga frá sólinni. Gert er ráð fyrir því að hiti nái allt að 33 gráðum í Los Angeles í þessari viku. The Guardian greinir frá þessu. Í yfirlýsingu hafna fulltrúar NBC Universal að aðgerðirnar hafi beinst að verkfallsfólki. Trén hafi verið snyrt árlega á þessum tíma og fyrirtækið styðji rétt fólks til mótmæla. Þá standi til að auka skuggavarp á svæðinu. Our Office is investigating the tree trimming that occurred outside Universal Studios where workers, writers, and actors are exercising their right to picket.The trimmed trees are LA City managed street trees.(Before and after photos below) pic.twitter.com/xczw0bTdh9— LA City Controller Kenneth Mejia (@lacontroller) July 19, 2023 Writers Guild of America, stéttarfélag handritshöfunda í Hollywood, og The Screen Actors Guild – American Federation of Television and Radio Artists, stéttarfélag leikara, hafa kvartað yfir því að NBC Universal hafi hafnað óskum þeirra um að tryggja félagsmönnum örugga gönguleið í kringum byggingasvæði á lóð Universal Studios. Þetta hafi skapað hættulegar aðstæður fyrir verkfallsfólk sem hafi neyðst til að vera á annasamri umferðargötu þar sem tveir hafi þegar orðið fyrir bíl. NBC Universal segir í yfirlýsingu að stjórnendur fyrirtækisins telji sig hafa fullnægt lagalegum skyldum sínum gagnvart bandarískri vinnumarkaðslöggjöf. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa gefið út að trjásnyrtingin sé til rannsóknar og til skoðunar hvort fyrirtækið hafi haft heimild til að klippa af trjánum. Handritshöfundar og leikarar sem standa nú í samningaviðræðum við fyrirtækið og hafa lagt niður störf kvarta undan meðferð á röð fíkustrjáa sem veitti þeim skugga frá sólinni. Gert er ráð fyrir því að hiti nái allt að 33 gráðum í Los Angeles í þessari viku. The Guardian greinir frá þessu. Í yfirlýsingu hafna fulltrúar NBC Universal að aðgerðirnar hafi beinst að verkfallsfólki. Trén hafi verið snyrt árlega á þessum tíma og fyrirtækið styðji rétt fólks til mótmæla. Þá standi til að auka skuggavarp á svæðinu. Our Office is investigating the tree trimming that occurred outside Universal Studios where workers, writers, and actors are exercising their right to picket.The trimmed trees are LA City managed street trees.(Before and after photos below) pic.twitter.com/xczw0bTdh9— LA City Controller Kenneth Mejia (@lacontroller) July 19, 2023 Writers Guild of America, stéttarfélag handritshöfunda í Hollywood, og The Screen Actors Guild – American Federation of Television and Radio Artists, stéttarfélag leikara, hafa kvartað yfir því að NBC Universal hafi hafnað óskum þeirra um að tryggja félagsmönnum örugga gönguleið í kringum byggingasvæði á lóð Universal Studios. Þetta hafi skapað hættulegar aðstæður fyrir verkfallsfólk sem hafi neyðst til að vera á annasamri umferðargötu þar sem tveir hafi þegar orðið fyrir bíl. NBC Universal segir í yfirlýsingu að stjórnendur fyrirtækisins telji sig hafa fullnægt lagalegum skyldum sínum gagnvart bandarískri vinnumarkaðslöggjöf.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira