Leikmenn á leið inn og út hjá Manchester City Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 22:16 Það er nóg um að vera á skrifstofunni hjá Manchester City. Riyad Mahrez er á leið frá félaginu en Josko Gvardiol á leið inn. Vísir/Getty Riyad Mahrez er á leiðinni frá Manchester City en félagið hefur samþykkt tilboð frá Al Ahli í Alsíringinn. City er hins vegar nálægt því að tryggja sér þjónustu Króatans Josko Gvardiol. Mahrez hefur leikið með Manchester City síðan árið 2018 en þá kom hann til félagsins frá Leicester Cit. Þar varð hann enskur meistari árið 2016 sem einn af lykilmönnum liðsins. Mahrez er 32 ára gamall og hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Al Ahli á morgun og mun í kjölfarið skrifa undir þriggja ára samning við sádiarabíska félagið. Hann verður þar meðal annars samherji Roberto Firmino og markvarðarins Edouard Mendy. EXCLUSIVE: Al Ahli have reached total agreement with Manchester City to sign Riyad Mahrez in deal worth 30m + 5m add-ons. 32yo Algeria int l set to have medical on Thurs before signing 3yr contract + conditional 4th @TheAthleticFC #MCFC #AlAhli #SPL https://t.co/6TQdoSqFjm— David Ornstein (@David_Ornstein) July 19, 2023 Mahrez fór ekki með City-liðinu í æfingaferð til Japan á dögunum og félagið er nú þegar farið að leita að eftirmanni hans. Félagið ætlar sömuleiðis að leggja enn meiri áherslu á að halda Portúgalanum Bernardo Silva sem hefur verið orðaður við Al Hilal síðustu vikurnar. Guardiola að næla í sterkan miðvörð Forráðamenn City eru hins vegar ekki aðeins í leikmannasölum þessa dagana því þeir eru við það að tryggja sér þjónustu króatíska miðvarðarins Josko Gvardiol. Gvardiol hefur leikið með RB Leipzig síðustu árin sem þar sem myndi missa annan lykilmann sinn í sumar. Dominik Szoboszlai fór frá félaginu til Liverpool fyrir ekki svo löngu síðan. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter að samkomulag sé í höfn á milli City og Leipzig og að leikmaðurinn hafi samið um sinn persónulega samning við City fyrir mánuði síðan. Gvardiol lauk fyrri hluta læknisskoðunarinnar hjá City í dag. EXCLUSIVE: Jo ko Gvardiol to Man City, here we go! Agreement reached on the fee between City and Leipzig Understand Gvardiol has completed the first part of medical tests today deal on the verge of being signed.Gvardiol agreed personal terms one month ago with City. pic.twitter.com/njylKAxYAU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2023 Josko Gvardiol vakti athygli fyrir vaska framgöngu með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í lok síðasta árs. Króatía vann þar til bronsverðlauna. Þýski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Mahrez hefur leikið með Manchester City síðan árið 2018 en þá kom hann til félagsins frá Leicester Cit. Þar varð hann enskur meistari árið 2016 sem einn af lykilmönnum liðsins. Mahrez er 32 ára gamall og hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Al Ahli á morgun og mun í kjölfarið skrifa undir þriggja ára samning við sádiarabíska félagið. Hann verður þar meðal annars samherji Roberto Firmino og markvarðarins Edouard Mendy. EXCLUSIVE: Al Ahli have reached total agreement with Manchester City to sign Riyad Mahrez in deal worth 30m + 5m add-ons. 32yo Algeria int l set to have medical on Thurs before signing 3yr contract + conditional 4th @TheAthleticFC #MCFC #AlAhli #SPL https://t.co/6TQdoSqFjm— David Ornstein (@David_Ornstein) July 19, 2023 Mahrez fór ekki með City-liðinu í æfingaferð til Japan á dögunum og félagið er nú þegar farið að leita að eftirmanni hans. Félagið ætlar sömuleiðis að leggja enn meiri áherslu á að halda Portúgalanum Bernardo Silva sem hefur verið orðaður við Al Hilal síðustu vikurnar. Guardiola að næla í sterkan miðvörð Forráðamenn City eru hins vegar ekki aðeins í leikmannasölum þessa dagana því þeir eru við það að tryggja sér þjónustu króatíska miðvarðarins Josko Gvardiol. Gvardiol hefur leikið með RB Leipzig síðustu árin sem þar sem myndi missa annan lykilmann sinn í sumar. Dominik Szoboszlai fór frá félaginu til Liverpool fyrir ekki svo löngu síðan. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter að samkomulag sé í höfn á milli City og Leipzig og að leikmaðurinn hafi samið um sinn persónulega samning við City fyrir mánuði síðan. Gvardiol lauk fyrri hluta læknisskoðunarinnar hjá City í dag. EXCLUSIVE: Jo ko Gvardiol to Man City, here we go! Agreement reached on the fee between City and Leipzig Understand Gvardiol has completed the first part of medical tests today deal on the verge of being signed.Gvardiol agreed personal terms one month ago with City. pic.twitter.com/njylKAxYAU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2023 Josko Gvardiol vakti athygli fyrir vaska framgöngu með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í lok síðasta árs. Króatía vann þar til bronsverðlauna.
Þýski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira