Erlent

Yfir þúsund börn flúðu sumar­búðir vegna gróður­elda

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hitatölur hafa víða á Grikklandi farið yfir fjörutíu gráður síðustu daga. 
Hitatölur hafa víða á Grikklandi farið yfir fjörutíu gráður síðustu daga.  EPA

Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 

Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda nálægt bænum Loutraki vestan Aþenu. Eldarnir hafa dreifst hratt vegna mikils hvassviðris í landinu og hundruðir slökkviliðsmanna leitast nú við að slökkva þá, segir í frétt BBC.  

Mikil hitabylgja ríður nú yfir á meginlandi Evrópu en yfir fjörutíu gráður hafa mælst víðs vegar í álfunni, meðal annars á Ítalíu, Spáni og Grikklandi.

 Gróðureldarnir á Grikklandi eru ekki þeir fyrstu sem upp koma í núlíðandi hitabylgju en snemma á laugardag gusu upp gróðureldar á Kanaríeyjunni La Palma sem urðu til þess að minnst tvö þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín. 


Tengdar fréttir

Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu

Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 

46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar

Skæð hita­bylgja herjar á­fram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Al­þjóða­veður­fræði­stofnunin varar við því að hita­bylgjan færist í aukana á norður­hveli jarðar í þessari viku með hærri nætur­hita og meiri hættu á hjarta­á­föllum og dauðs­föllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×