Innlent

Hafa greint bæði nóró­veirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fabrikkunni í Kringlunni var lokað á meðan staðurinn var sótthreinsaður.
Fabrikkunni í Kringlunni var lokað á meðan staðurinn var sótthreinsaður. Hamborgarafabrikkan

Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða.

Um 100 gestir Fabrikkunnar og aðrir tengdir þeim urðu veikir í síðustu viku. Guðrún segir tengsl milli gesta nú til skoðunar en óvenju mörg smit hafi greinst og erfitt að alhæfa um uppruna þeirra.

„Við höf­um núna bæði fundið E. coli-bakt­erí­ur og nóróveir­ur. Það hef­ur enn ekki fund­ist neitt í matn­um sjálf­um en málið er ennþá í vinnslu hjá okk­ur. Þar að auki er ekki einu sinni ávallt víst að það tak­ist að rekja upp­runa slíkra sýk­inga,“ sagði Guðrún í sam­tali við mbl.is í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×