Innlent

Líklega ekki nóróveira

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hamborgarafabrikkan var lokuð og sótthreinsuð eftir að grunur kviknaði um hópsýkingu.
Hamborgarafabrikkan var lokuð og sótthreinsuð eftir að grunur kviknaði um hópsýkingu. Hamborgarafabrikkan

Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum.

Þetta staðfestir Ása Steinunn Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni í samtali við fréttastofu.

Fyrr í vikunni var talið að hópsýkingin væri af völdum nóróveiru. Var staðnum lokað eftir að óvenju margir gestir urðu veikir eftir snæðing þar.

„Þetta er líklega baktería, sem hvið þekkjum og hefur valdið hópsmitum. Þessi baktería veldur mjög líkum einkennum og nóróveira. En við erum enn í sömu vandræðum og áður þar sem við erum með svo fá sýni og þess vegna höfum við ekki viljað gefa út miklar yfirlýsingar. Við viljum staðfesta þetta betur.“

Fyrstu niðurstöður úr tveimur sýnum benda hins vegar til að um sé að ræða bakteríu sem er þekkt og olli hópsmiti á veitingastað í Hafnarfirði síðasta haust. 

„Sem betur fer þá kemst fólk oftast fljótt yfir sýkinguna og hún á ekki að hafa nein eftirköst.“

Ása segir von á fleiri sýnum í dag og á morgun sem ætti að gefa skýrari mynd af sýkingunni.


Tengdar fréttir

Fabrikkan í Kringlunni opin á ný

Ham­borgara­fabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað til­kynningar bárust heil­brigðis­eftir­liti vegna mögu­legrar nóró­veiru­smita. Fram­kvæmda­stjóri segir sóla­hrings­vinnu hafa falist í því að sótt­hreinsa staðinn og henda mat­vælum. Heil­brigðis­eftir­litið segir rann­sókn á upp­runa veikindanna enn standa yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×