Hvimleitt vandamál í sundlauginni á Laugum: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. júlí 2023 16:32 Magnús Már Þorvaldsson þurfti að loka sundlauginni í dag vegna andaskítsins. Hún hefur þó verið opnuð aftur núna. Facebook/Aðsend Loka þurfti sundlauginni á Laugum í Þingeyjarsveit í dag og í gær sökum þess hve mikill andaskítur var í lauginni. Magnús Már Þorvaldsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum segir að óhætt sé að halda því fram að um hvimleitt vandamál sé að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem endur taka upp á því að skíta í sundlaugina á Laugum. „Við höfum svo sem lent í þessu nokkrum sinnum áður. Til að mynda í Covid-lokuninni, þá voru endur sem virtu ekki lokun sundlaugarinnar og syntu á henni með tilheyrandi skít,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þetta gerist einnig gjarnan á útmánuðum á vorin þegar andarungarnir eru litlir. Þá lendi þau í vandræðum með endurnar í lauginni og skítinn frá þeim. „En ég get sko sagt þér það að ég hef aldrei séð neitt þessu líkt eins og þetta var í fyrramorgun. Laugin var bara beinlínis útötuð í andaskít.“ Einn sundlaugargestur sagði við Magnús að líklega væri um að ræða stokkendur, þær skíti mikið. „Það hef ég aldeilis fengið að upplifa, þetta er fáránlegt,“ segir hann. „Það er eitt að vera með útisundlaug og það fýkur yfir laugina sandur og annað sem sest niður á botninn, það er enginn sem kippir sér upp við það, það vita það allir. En þetta er ógeðslegt því þegar þú ferð í gegnum þetta þá þyrlast þetta upp og þú ert að synda í skít, þetta er bara ógeð.“ „Þetta er bara ógeð,“ segir forstöðumaðurinn um skítinn.Facebook Endurnar komi líklega aftur í nótt Til að kljást við andaskítinn og annað sem ekki á heima í sundlauginni er notast við ryksuguróbot sem þrífur laugina. Þegar Magnús mætti í gær og sá allan andaskítinn skellti hann róbotinum í laugina. Það tók þó dágóða stund fyrir róbotinn að klára að þrífa laugina. Klukkan hálf þrjú var hægt að opna laugina á ný. Það er þó ljóst að endurnar létu aftur til skarar skríða í nótt því þegar Magnús mætti í morgun var laugin aftur full af andaskít. Aftur þurfti að kalla út róbotinn til vinnu en í þetta skipti dugði það ekki. „Róbotinn okkar reyndist vera bilaður,“ segir Magnús sem þurfti þá að fá annan róbot að láni frá sundlaug Grenivíkur. Klukkan 15:30 í dag var róbotinn frá Grenivík búinn að þrífa laugina og þá var hægt að opna hana aftur. Gert er þó ráð fyrir að þetta ferli hefjist aftur á morgun, miðað við það hve vel öndunum líkar við sundlaugina á Laugum. „Þetta er ákaflega hvimleitt. Það er spurning hvaða leiðir eru færar til þess að verjast þessu. Af því við fáum þær pottþétt aftur til okkar í nótt.“ Fuglahræða og næturvakt hjá róbotinum dugi ekki Gripið hefur verið til þeirra ráða að setja upp fuglahræðu sem klædd er appelsínugulum vinnubúningi til að halda öndunum frá lauginni. Það virðist þó vera sem endurnar kippi sér lítið upp við það. Það hefur þó sýnt sig að það að hafa róbotinn í gangi á næturnar geti fælt endurnar. Þessi fuglahræða virðist ekki duga til að hræða endurnar á Laugum.Facebook „En það virtist ekki duga í nótt. Þegar ég kom hérna klukkan sjö í morgun voru þær bara að synda hér í rólegheitum á sundlauginni eins og hún væri tjörnin þeirra,“ segir Magnús. Endurnar hafi svo flogið í burtu um leið og þær gerðu sér grein fyrir því að forstöðumaðurinn væri mættur á svæðið. Magnús segir að það hafi hvarflað að honum að vakta sundlaugina yfir nóttina. Þá líst honum vel á þá hugmynd að hafa sundlaugina opna á næturnar til að fæla endurnar frá. „Ég held við ættum bara að fara að skoða það að vera með næturopnun, að minnsta kosti á þeim tíma sem þær eru líklegar til að sitja hérna og skíta í laugina okkar.“ Þingeyjarsveit Sundlaugar Fuglar Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem endur taka upp á því að skíta í sundlaugina á Laugum. „Við höfum svo sem lent í þessu nokkrum sinnum áður. Til að mynda í Covid-lokuninni, þá voru endur sem virtu ekki lokun sundlaugarinnar og syntu á henni með tilheyrandi skít,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þetta gerist einnig gjarnan á útmánuðum á vorin þegar andarungarnir eru litlir. Þá lendi þau í vandræðum með endurnar í lauginni og skítinn frá þeim. „En ég get sko sagt þér það að ég hef aldrei séð neitt þessu líkt eins og þetta var í fyrramorgun. Laugin var bara beinlínis útötuð í andaskít.“ Einn sundlaugargestur sagði við Magnús að líklega væri um að ræða stokkendur, þær skíti mikið. „Það hef ég aldeilis fengið að upplifa, þetta er fáránlegt,“ segir hann. „Það er eitt að vera með útisundlaug og það fýkur yfir laugina sandur og annað sem sest niður á botninn, það er enginn sem kippir sér upp við það, það vita það allir. En þetta er ógeðslegt því þegar þú ferð í gegnum þetta þá þyrlast þetta upp og þú ert að synda í skít, þetta er bara ógeð.“ „Þetta er bara ógeð,“ segir forstöðumaðurinn um skítinn.Facebook Endurnar komi líklega aftur í nótt Til að kljást við andaskítinn og annað sem ekki á heima í sundlauginni er notast við ryksuguróbot sem þrífur laugina. Þegar Magnús mætti í gær og sá allan andaskítinn skellti hann róbotinum í laugina. Það tók þó dágóða stund fyrir róbotinn að klára að þrífa laugina. Klukkan hálf þrjú var hægt að opna laugina á ný. Það er þó ljóst að endurnar létu aftur til skarar skríða í nótt því þegar Magnús mætti í morgun var laugin aftur full af andaskít. Aftur þurfti að kalla út róbotinn til vinnu en í þetta skipti dugði það ekki. „Róbotinn okkar reyndist vera bilaður,“ segir Magnús sem þurfti þá að fá annan róbot að láni frá sundlaug Grenivíkur. Klukkan 15:30 í dag var róbotinn frá Grenivík búinn að þrífa laugina og þá var hægt að opna hana aftur. Gert er þó ráð fyrir að þetta ferli hefjist aftur á morgun, miðað við það hve vel öndunum líkar við sundlaugina á Laugum. „Þetta er ákaflega hvimleitt. Það er spurning hvaða leiðir eru færar til þess að verjast þessu. Af því við fáum þær pottþétt aftur til okkar í nótt.“ Fuglahræða og næturvakt hjá róbotinum dugi ekki Gripið hefur verið til þeirra ráða að setja upp fuglahræðu sem klædd er appelsínugulum vinnubúningi til að halda öndunum frá lauginni. Það virðist þó vera sem endurnar kippi sér lítið upp við það. Það hefur þó sýnt sig að það að hafa róbotinn í gangi á næturnar geti fælt endurnar. Þessi fuglahræða virðist ekki duga til að hræða endurnar á Laugum.Facebook „En það virtist ekki duga í nótt. Þegar ég kom hérna klukkan sjö í morgun voru þær bara að synda hér í rólegheitum á sundlauginni eins og hún væri tjörnin þeirra,“ segir Magnús. Endurnar hafi svo flogið í burtu um leið og þær gerðu sér grein fyrir því að forstöðumaðurinn væri mættur á svæðið. Magnús segir að það hafi hvarflað að honum að vakta sundlaugina yfir nóttina. Þá líst honum vel á þá hugmynd að hafa sundlaugina opna á næturnar til að fæla endurnar frá. „Ég held við ættum bara að fara að skoða það að vera með næturopnun, að minnsta kosti á þeim tíma sem þær eru líklegar til að sitja hérna og skíta í laugina okkar.“
Þingeyjarsveit Sundlaugar Fuglar Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira