Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 07:45 Slökkviliðið berst við eldinn sem kviknaði í skúrnum. Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira