Segir Rice mjög líklega bestan í heimi í sinni stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 11:01 Declan Rice er fastamaður í sterku ensku landsliði. Getty/Catherine Ivill Allt lítur út fyrir það að Arsenal nái loksins að ganga frá kaupunum á Declan Rice í dag en enski landsliðsmaðurinn á sér marga aðdáendur sem telja hann hjálpi Arsenal að brúa bilið á milli sín og Manchester City. West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic. Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic.
Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira