Segir mikla viðurkenningu að vera kallaða í íslenska landsliðið Jón Már Ferro skrifar 11. júlí 2023 22:45 FH liðið hefur komið á óvart í sumar. Það kemur þó ekki á óvart að Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir. vísir/Hulda margrét „Við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva Hrönn, leikmaður FH. Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir voru kallaðar inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Finnlandi og Austuríki í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. Arna og Sunneva hafa staðið vaktina í vörn nýliða FH sem hafa komið mikið á óvart í sumar og eru í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Landsliðsvalið kom FH-ingunum ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við erum búnar að standa okkur rosalega vel með FH og búnar að sýna það að við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva. „Við erum mjög þakklátar fyrir tækifærið. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega mikil viðurkenning. Örugglega eitthvað sem flestir leikmenn stefna að. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Arna. Arna segir að samheldni sé stærsta ástæðan fyrir góðu gengi FH í sumar. FH-ingar eru þó langt frá því að vera saddir og ætla að byggja ofan á árangurinn sem þegar hefur náðst. „Fyrst og fremst mjög mikil samheldni í liðinu og ég kom náttúrulega seint inn í þetta og liðið var þá orðið mjög rútínerað og allar að vinna í átt að sama markmiði,“ segir Arna. Hvaða markmið setti FH sér fyrir tímabilið? „Við settum okkur bæði langtíma og skammtíma markmið fyrir tímabil að enda í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. En við erum ekki saddar og ætlum okkur ennþá lengra. Tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvert það skilar okkur,“ segir Sunneva. Arna segir að íslenska liðið muni nota næstu daga til að stilla saman strengina fyrir átök haustsins þegar Ísland tekur þátt í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. „Steini talaði um að drilla liðið saman í ýmsum hlutum. Prófa nýja hluti en þetta er fyrst og fremst undirbúningur fyrir haustið,“ segir Arna. Landslið kvenna í fótbolta FH Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Arna og Sunneva hafa staðið vaktina í vörn nýliða FH sem hafa komið mikið á óvart í sumar og eru í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Landsliðsvalið kom FH-ingunum ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við erum búnar að standa okkur rosalega vel með FH og búnar að sýna það að við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva. „Við erum mjög þakklátar fyrir tækifærið. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega mikil viðurkenning. Örugglega eitthvað sem flestir leikmenn stefna að. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Arna. Arna segir að samheldni sé stærsta ástæðan fyrir góðu gengi FH í sumar. FH-ingar eru þó langt frá því að vera saddir og ætla að byggja ofan á árangurinn sem þegar hefur náðst. „Fyrst og fremst mjög mikil samheldni í liðinu og ég kom náttúrulega seint inn í þetta og liðið var þá orðið mjög rútínerað og allar að vinna í átt að sama markmiði,“ segir Arna. Hvaða markmið setti FH sér fyrir tímabilið? „Við settum okkur bæði langtíma og skammtíma markmið fyrir tímabil að enda í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. En við erum ekki saddar og ætlum okkur ennþá lengra. Tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvert það skilar okkur,“ segir Sunneva. Arna segir að íslenska liðið muni nota næstu daga til að stilla saman strengina fyrir átök haustsins þegar Ísland tekur þátt í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. „Steini talaði um að drilla liðið saman í ýmsum hlutum. Prófa nýja hluti en þetta er fyrst og fremst undirbúningur fyrir haustið,“ segir Arna.
Landslið kvenna í fótbolta FH Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira