Segir mikla viðurkenningu að vera kallaða í íslenska landsliðið Jón Már Ferro skrifar 11. júlí 2023 22:45 FH liðið hefur komið á óvart í sumar. Það kemur þó ekki á óvart að Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir. vísir/Hulda margrét „Við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva Hrönn, leikmaður FH. Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir voru kallaðar inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Finnlandi og Austuríki í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. Arna og Sunneva hafa staðið vaktina í vörn nýliða FH sem hafa komið mikið á óvart í sumar og eru í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Landsliðsvalið kom FH-ingunum ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við erum búnar að standa okkur rosalega vel með FH og búnar að sýna það að við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva. „Við erum mjög þakklátar fyrir tækifærið. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega mikil viðurkenning. Örugglega eitthvað sem flestir leikmenn stefna að. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Arna. Arna segir að samheldni sé stærsta ástæðan fyrir góðu gengi FH í sumar. FH-ingar eru þó langt frá því að vera saddir og ætla að byggja ofan á árangurinn sem þegar hefur náðst. „Fyrst og fremst mjög mikil samheldni í liðinu og ég kom náttúrulega seint inn í þetta og liðið var þá orðið mjög rútínerað og allar að vinna í átt að sama markmiði,“ segir Arna. Hvaða markmið setti FH sér fyrir tímabilið? „Við settum okkur bæði langtíma og skammtíma markmið fyrir tímabil að enda í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. En við erum ekki saddar og ætlum okkur ennþá lengra. Tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvert það skilar okkur,“ segir Sunneva. Arna segir að íslenska liðið muni nota næstu daga til að stilla saman strengina fyrir átök haustsins þegar Ísland tekur þátt í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. „Steini talaði um að drilla liðið saman í ýmsum hlutum. Prófa nýja hluti en þetta er fyrst og fremst undirbúningur fyrir haustið,“ segir Arna. Landslið kvenna í fótbolta FH Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Arna og Sunneva hafa staðið vaktina í vörn nýliða FH sem hafa komið mikið á óvart í sumar og eru í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Landsliðsvalið kom FH-ingunum ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við erum búnar að standa okkur rosalega vel með FH og búnar að sýna það að við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva. „Við erum mjög þakklátar fyrir tækifærið. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega mikil viðurkenning. Örugglega eitthvað sem flestir leikmenn stefna að. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Arna. Arna segir að samheldni sé stærsta ástæðan fyrir góðu gengi FH í sumar. FH-ingar eru þó langt frá því að vera saddir og ætla að byggja ofan á árangurinn sem þegar hefur náðst. „Fyrst og fremst mjög mikil samheldni í liðinu og ég kom náttúrulega seint inn í þetta og liðið var þá orðið mjög rútínerað og allar að vinna í átt að sama markmiði,“ segir Arna. Hvaða markmið setti FH sér fyrir tímabilið? „Við settum okkur bæði langtíma og skammtíma markmið fyrir tímabil að enda í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. En við erum ekki saddar og ætlum okkur ennþá lengra. Tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvert það skilar okkur,“ segir Sunneva. Arna segir að íslenska liðið muni nota næstu daga til að stilla saman strengina fyrir átök haustsins þegar Ísland tekur þátt í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. „Steini talaði um að drilla liðið saman í ýmsum hlutum. Prófa nýja hluti en þetta er fyrst og fremst undirbúningur fyrir haustið,“ segir Arna.
Landslið kvenna í fótbolta FH Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira