Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 11:35 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. „Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
„Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent