Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:33 Jarðeðlisfræðingar bíða enn eftir að kvikan brjóti sér leið í gegnum efsta lag jarðskorpunnar. Vísir/RAX Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesi en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58
Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14