Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 20:01 Vinir Victoriu Amelina minntust hennar í minningarathöfn í Kænugarði í dag. Hún verður jarðsungin síðar í heimaborg sinni Lviv. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41