Erlent

Rússar viður­kenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Barn sefur á stiga í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði, vegna yfirstandandi loftárása.
Barn sefur á stiga í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði, vegna yfirstandandi loftárása. Getty/Global Images Ukraine/Yan Dobronosov

Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum.

„Á síðustu árum hafa 700.000 börn fundið skjól hjá okkur eftir að hafa flúið sprengju- og skotárásir á átakasvæðum í Úkraínu,“ sagði Grigory Karasin, yfirmaður alþjóðnefndar efri deildar rússneska þingsins, í færslu á Telegram í gær.

Úkraínumenn segja hins vegar um að börnin hafi verið flutt ólöglega frá landinu og Bandaríkjamenn að þúsundir barna hafi hreinlega verið tekin af heimilum sínum með valdi.

Bandaríkjamenn áætluðu fyrir ári síðan að um 260 þúsund börn hefðu verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum en Úkraínumenn segja um 20.000 börn séu nú talin í Rússlandi eftir að hafa verið flutt ólöglega úr landi.

Alþjóðleg skrifstofa sem mun rannsaka innrás Rússa í Úkraínu verður opnuð í Haag í dag. Meðal starfsmanna hennar verða saksóknarar frá Úkraínu, Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Alþjóðaglæpadómstólnum.

Þeir munu meðal annars safna sönnunargögnum og leggja drög að málum gegn ráðamönnum í Moskvu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×