Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 08:37 Efnt var til mótmæla í kjölfar ákvarðana Hæstaréttar í síðustu viku. AP/AIDS Healthcare Foundation/Jordan Strauss Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira