Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 08:37 Efnt var til mótmæla í kjölfar ákvarðana Hæstaréttar í síðustu viku. AP/AIDS Healthcare Foundation/Jordan Strauss Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira