Agla skoraði óvart eitt markanna í þrennunni sinni: Sjáðu mörkin úr Bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2023 13:31 Agla María Albertsdóttir fagnar hér einu af þremur mörkum sínum á móti Stólunum í Smáranum í gær. Vísir/Vilhelm Ellefta umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta kláraðist í gær með fjórum leikjum og við fengum að sjá þrettán mörk í leikjunum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins hjá stelpunum en það er óhætt að segja að spennan sé mikil á toppi deildarinnar. Breiðablik, Valur, Þór/KA og Stjarnan fögnuðu sigri í leikjunum en þrjú fyrst nefndu liðin eru í þremur efstu sætum deildarinnar. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppinum (20 stig) en Blikar eru með betri markatölu og svo eru norðankonur aðeins einu stigi á eftir (19 stig). Það eru síðan bara þrjú stig niður í fimmta sætið en Þróttur (18 stig) og FH (17 stig) eru skammt frá toppinum. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í 4-0 sigri Breiðabliks á Tindastól í Kópavogi en hún skoraði þó óvart annað markið sitt þegar liðsfélagi hennar, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, skaut í hana og inn. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði annað mark Blika í leiknum. Tvö mörk frá markahæsta leikmanni deildarinnar, Bryndísi Örnu Níelsdóttur og eitt frá hinni sextán ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur komu Val í 3-0 á móti FH en Heidi Samaja Giles og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkuðu muninn í 3-2 með mörkum undir lokin. Gyða Kristín Gunnarsdóttir tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Heiða Ragney Viðarsdóttir hafði áður komið Stjörnunni í 1-0 en Holly O'Neill jafnaði fyrir ÍBV. Tahnai Lauren Annis tryggði Þór/KA 1-0 sigur á Keflavík en markið kom eftir aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Það má sjá öll þessi mörk hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Tindastóls Klippa: Mörkin úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Stjörnunnar Klippa: Markið úr leik Keflavíkur og Þór/KA Besta deild kvenna Breiðablik Valur Þór Akureyri KA Stjarnan ÍBV FH Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins hjá stelpunum en það er óhætt að segja að spennan sé mikil á toppi deildarinnar. Breiðablik, Valur, Þór/KA og Stjarnan fögnuðu sigri í leikjunum en þrjú fyrst nefndu liðin eru í þremur efstu sætum deildarinnar. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppinum (20 stig) en Blikar eru með betri markatölu og svo eru norðankonur aðeins einu stigi á eftir (19 stig). Það eru síðan bara þrjú stig niður í fimmta sætið en Þróttur (18 stig) og FH (17 stig) eru skammt frá toppinum. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í 4-0 sigri Breiðabliks á Tindastól í Kópavogi en hún skoraði þó óvart annað markið sitt þegar liðsfélagi hennar, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, skaut í hana og inn. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði annað mark Blika í leiknum. Tvö mörk frá markahæsta leikmanni deildarinnar, Bryndísi Örnu Níelsdóttur og eitt frá hinni sextán ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur komu Val í 3-0 á móti FH en Heidi Samaja Giles og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkuðu muninn í 3-2 með mörkum undir lokin. Gyða Kristín Gunnarsdóttir tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Heiða Ragney Viðarsdóttir hafði áður komið Stjörnunni í 1-0 en Holly O'Neill jafnaði fyrir ÍBV. Tahnai Lauren Annis tryggði Þór/KA 1-0 sigur á Keflavík en markið kom eftir aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Það má sjá öll þessi mörk hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Tindastóls Klippa: Mörkin úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Stjörnunnar Klippa: Markið úr leik Keflavíkur og Þór/KA
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Þór Akureyri KA Stjarnan ÍBV FH Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira