„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“ Kári Mímisson skrifar 4. júlí 2023 22:35 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki. „Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira