„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“ Kári Mímisson skrifar 4. júlí 2023 22:35 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki. „Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
„Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira