Innlent

Ekki á­stæða til að vara ís­lenska hunda­eig­endur við

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fjöldi hunda sem veikist af hótelhóstanum svokallaða er ekki á uppleið hér á landi.
Fjöldi hunda sem veikist af hótelhóstanum svokallaða er ekki á uppleið hér á landi. Vísir/Vilhelm

Mat­væla­stofnun sér ekki á­stæðu til að vara hunda­eig­endur sér­stak­lega við smitandi hósta meðal hunda að ó­breyttu. Ekki eru fleiri til­vik um smitaða hunda nú en áður. Lang­stærstur hluti hunda hér á landi er bólu­settur gegn flestum veirum.

Þóra Jóhanna Jóns­dóttir, dýra­læknir hjá Mat­væla­stofnun, segir í svari við fyrir­spurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar á­bendingar um að smitandi hunda­hósti sé meira á­berandi venju­lega eða að grunur sé um far­aldur. 

Til­efnið eru varnaðar­orð Jóhanns Helga Hlöð­vers­sonar, hunda­eig­anda á höfuð­borgar­svæðinu sem missti hund úr pestinni ný­verið og á tvo til við­bótar sem hafa veikst illa.

Ein­kennin oftast mild og skamm­vinn

Þóra hafði sam­band við dýra­lækna í kjöl­far fyrir­spurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri til­vik en vana­lega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri til­felli hafi komið upp í byrjun árs.

„En það séu að­eins að koma til­felli núna í byrjun sumars (mögu­lega ein­mitt eftir stórar hunda­sýningar) en ein­kenni eru oftast mild og skamm­vinn,“ skrifar Þóra.

„Ég sé ekki á­stæðu til að vara hunda­eig­endur við eitt­hvað sér­stak­lega eins og staðan er núna, nema okkur berist ein­hverjar til­kynningar.“

Hundar al­mennt bólu­settir

Þóra segir vert að taka fram að smitandi hunda­hósti eða hótel­hósti eins og sumir kalla það, sé hug­tak yfir ein­kenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið marg­vís­legt, bæði veirur eða bakteríur.

„Hér á Ís­landi eru hundar al­mennt bólu­settir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólu­setja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hó­stafar­aldur sem var rann­sakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trú­lega hvers­vegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“

Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bólu­efni. Hún sé sjálf­sagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smit­efni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hunda­sýningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×