Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 21:25 Sean Caddle var dæmdur í 24 ára fangelsi í Newark í New Jersey í dag fyrir að hafa borgað tveimur mönnum til að drepa kollega sinn. Samsett/Twitter/Getty Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira