„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 06:46 Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að veikjast af hótelhóstanum. Jóhann Helgi Hlöðversson Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. „Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“ Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
„Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira