Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 10:23 Niðurstaða áfrýjunardómstólsins er áfall fyrir Suellu Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, og bresku ríkisstjórnina. AP Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43