Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 11:43 Magnús segir hugmyndir Sigmundar Davíðs ógeðslegar. Vísir Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. Allsherjar- og menntamálanefnd fór í lok september í heimsókn til Danmerkur og Noregs til að kynna sér málefni útlendinga þar. Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði í fréttum okkar í vikunni að eftir heimsóknina sé ljóst að fjarlægja þurfi íslenskar sérreglur í útlendingalögum til að þau verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Talaði hún þá sérstaklega um að fólk geti fengið hér vernd í ákveðnum tilvikum þó það sé með vernd í öðru Evrópulandi. „Sú leið að koma í veg fyrir að þessi hópur geti fengið hér efnismeðferð, til dæmis með því að taka út þær lagagreinar sem kveða á um að eftir einhvern ákveðinn tíma, sem í þessu tilviki eru tólf mánuðir, þá fái menn efnismeðferð. Ef það er tekið út ertu ekki lengur með hvata í kerfinu til að flýta meðferð umsókna,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður. „Ef að kerfið veit að aðili fær efnismeðferð ef honum hefur ekki verið brottvísað innan tólf mánaða þá vinnur kerfið auðvitað að því. Ef engin slík mörk eru til staðar, hvað þá? Mega aðilar þá dvelja hér í lengri tíma án þess að fá efnismeðferð í sínum málum.“ Tilgangur frumvarpsins að takmarka komu fólks til landsins Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram nýtt útlendingafrumvarp á haustþinginu. Samkvæmt frumvarpinu verða reglur um alþjóðlega vernd hertar hér á landi. „Ég held að tilgangur þeirra sem þetta frumvarp hafa lagt fram sé að þeir vilji takmarka flutning fólks hingað til lands. Ég held hins vegar að við verðum að hugsa þetta þannig að það að hingað vilji koma fólk sé jákvætt og það að við tryggjum að öllum dvalarleyfum fylgi atvinnuleyfi, svo allir sem hingað komi geti unnið, verði til þess að við hættum að hugsa um þetta sem eitthvað vandamál,“ segir Magnús. Miklir fólksflutningar séu í veröldinni í dag sem muni halda áfram. Skoða þurfi þessi mál út frá jákvæðum formerkjum. „Ef við tökum vel á móti fólki, leyfum þeim sem hingað koma að vinna þá er þetta ekki vandamál.“ Efast að aukning sé vegna annars lagaumhverfis Í greinargerð með frumvarpinu síðast liðið vor kom fram að umsóknum frá einstaklingum sem þegar hefðu fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki, til dæmis Grikklandi, hefði fjölgað gífurlega undanfarin fimm ár. Árið 2018 hafi um 16 prósent hælisleitenda hér verið með vernd í öðru Evrópulandi, árið 2020 hafi það hlutfall verið komið upp í 52 prósent en ári síðar var hlutfallið aftur komið niður í rúm 20 prósent. Hlutfallið hefur svo hækkað aftur í ár og mun fleiri sótt um alþjóðlega vernd í ár en árin á undan. Í greinargerðinni er þessi mikla ásókn rakin til annars lagaumhverfis hér en hjá nágrannalöndunum. „Ég leyfi mér að efast um þetta og þar fyrir utan, ef menn eru að tala um einhverja aukningu í þeim fjölda flóttamanna sem hingað hafa komið í ár. Það er stríð í bakgarðinum hjá okkur og sú aukning sem við sjáum í ár hana má alfarið rekja til þess. Ég leyfi mér að efast um þetta og þarna sé nú kannski verið að gera meira úr en tilefni er til,“ segir Magnús. Hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um að feta í fótspor Dana í útlendingamálum og jafnvel gera samning við þriðja ríki um móttöku flóttafólks séu fráleitar. „Þetta er algjörlega fráleit hugmynd, fyrir utan að vera óraunhæf þá er hún ómanneskjuleg. Og bara ógeðsleg hugmynd myndi ég segja og ber keim af hægriöfgahyggju.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Píratar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd fór í lok september í heimsókn til Danmerkur og Noregs til að kynna sér málefni útlendinga þar. Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði í fréttum okkar í vikunni að eftir heimsóknina sé ljóst að fjarlægja þurfi íslenskar sérreglur í útlendingalögum til að þau verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Talaði hún þá sérstaklega um að fólk geti fengið hér vernd í ákveðnum tilvikum þó það sé með vernd í öðru Evrópulandi. „Sú leið að koma í veg fyrir að þessi hópur geti fengið hér efnismeðferð, til dæmis með því að taka út þær lagagreinar sem kveða á um að eftir einhvern ákveðinn tíma, sem í þessu tilviki eru tólf mánuðir, þá fái menn efnismeðferð. Ef það er tekið út ertu ekki lengur með hvata í kerfinu til að flýta meðferð umsókna,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður. „Ef að kerfið veit að aðili fær efnismeðferð ef honum hefur ekki verið brottvísað innan tólf mánaða þá vinnur kerfið auðvitað að því. Ef engin slík mörk eru til staðar, hvað þá? Mega aðilar þá dvelja hér í lengri tíma án þess að fá efnismeðferð í sínum málum.“ Tilgangur frumvarpsins að takmarka komu fólks til landsins Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram nýtt útlendingafrumvarp á haustþinginu. Samkvæmt frumvarpinu verða reglur um alþjóðlega vernd hertar hér á landi. „Ég held að tilgangur þeirra sem þetta frumvarp hafa lagt fram sé að þeir vilji takmarka flutning fólks hingað til lands. Ég held hins vegar að við verðum að hugsa þetta þannig að það að hingað vilji koma fólk sé jákvætt og það að við tryggjum að öllum dvalarleyfum fylgi atvinnuleyfi, svo allir sem hingað komi geti unnið, verði til þess að við hættum að hugsa um þetta sem eitthvað vandamál,“ segir Magnús. Miklir fólksflutningar séu í veröldinni í dag sem muni halda áfram. Skoða þurfi þessi mál út frá jákvæðum formerkjum. „Ef við tökum vel á móti fólki, leyfum þeim sem hingað koma að vinna þá er þetta ekki vandamál.“ Efast að aukning sé vegna annars lagaumhverfis Í greinargerð með frumvarpinu síðast liðið vor kom fram að umsóknum frá einstaklingum sem þegar hefðu fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki, til dæmis Grikklandi, hefði fjölgað gífurlega undanfarin fimm ár. Árið 2018 hafi um 16 prósent hælisleitenda hér verið með vernd í öðru Evrópulandi, árið 2020 hafi það hlutfall verið komið upp í 52 prósent en ári síðar var hlutfallið aftur komið niður í rúm 20 prósent. Hlutfallið hefur svo hækkað aftur í ár og mun fleiri sótt um alþjóðlega vernd í ár en árin á undan. Í greinargerðinni er þessi mikla ásókn rakin til annars lagaumhverfis hér en hjá nágrannalöndunum. „Ég leyfi mér að efast um þetta og þar fyrir utan, ef menn eru að tala um einhverja aukningu í þeim fjölda flóttamanna sem hingað hafa komið í ár. Það er stríð í bakgarðinum hjá okkur og sú aukning sem við sjáum í ár hana má alfarið rekja til þess. Ég leyfi mér að efast um þetta og þarna sé nú kannski verið að gera meira úr en tilefni er til,“ segir Magnús. Hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um að feta í fótspor Dana í útlendingamálum og jafnvel gera samning við þriðja ríki um móttöku flóttafólks séu fráleitar. „Þetta er algjörlega fráleit hugmynd, fyrir utan að vera óraunhæf þá er hún ómanneskjuleg. Og bara ógeðsleg hugmynd myndi ég segja og ber keim af hægriöfgahyggju.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Píratar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32