Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28