Innlent

Bakkaði bát niður Reykja­nes­brautina

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Töluverða stund tók bílstjórann að bakka með bátinn á móti umferð niður Reykjanesbrautina.
Töluverða stund tók bílstjórann að bakka með bátinn á móti umferð niður Reykjanesbrautina. Vísir/Vilhelm

Bíl­stjóri flutninga­bíls með bát með­ferðis olli tölu­verðum töfum á um­ferð á Reykja­nes­brautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatna­mót Breið­holts­brautar og Reykja­nes­brautar og varð að bakka að Lindum í Kópa­vogi með að­stoð lög­reglu.

Árni Frið­leifs­son, aðal­varð­stjóri um­ferðar­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu segir í sam­tali við Vísi að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem öku­menn flutninga­bíla klikki á því að kynna sér reglur um breiddar-og hæðar­mörk í ís­lensku gatna­kerfi.

Flutninga­bíllinn hafði valdið tölu­verðri töf á um­ferð þegar lög­regla bar að garði. Þó nokkurn tíma tók bílinn að bakka niður að Lindum í Kópa­vogi, þar sem hann tók beygu til hægri og fór sína leið upp í Kóra­hverfi.

„Sem betur fer hringja menn oft í okkur og við reynum að að­stoða og liðka til eins og við getum,“ segir Árni sem minnir á að það sé al­var­legt mál þegar öku­menn kynni sér ekki þessar reglur. Hann hvetur öku­menn flutninga­bíla til þess að kynna sér þær vel, enda um að ræða lög. 

„Auð­vitað getur þetta skapað hættu en þó aðal­lega truflanir á um­ferð og það eru dæmi þess að menn hafi fengið kæru vegna þessa. Það eru nokkur ár til dæmis síðan að flutninga­bíll með gler­gám keyrði á brú á Höfða­bakka með til­heyrandi gler­brotum og töfum á um­ferð.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×