Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 15:16 Körfurnar voru settar aftur upp við Seljaskóla í dag. Einar Guttormsson Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira