Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 15:24 Brynjar fær að áfrýja sjö ára fangelsisdómi sínum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Brynjar Creed var upphaflega dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla lauk nýverið rannsókn á fjölda annarra meintra brota mannsins. Brynjar er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir 15 ára aldri, til viðbótar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Áfrýjunin sneri að því að Brynjar yrði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun í þeim tilfellum þegar hann hafi látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent af því myndbönd. Ný nálgun á nauðgunarákvæði Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Landsréttur féllst á málatilbúnað saksóknara og þyngdi dóm Brynjars. Brynjar ósammála Í málskotsbeiðni sinni byggði Brynjar á því að málið hafi fordæmisgildi um hvort undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga geti heyrt sú háttsemi að fjarstaddur maður þvingi aðra til kynferðislegra athafna í einrúmi og með öðrum. Hann taldi niðurstöðu Landsréttar ranga og krafðist þess að hún yrði endurskoðuð. Beiðni sinni til stuðnings vísar hann til þess að í niðurstöðu héraðsdóms og minnihluta Landsréttar hafi háttsemin sem honum var gefið að sök í framangreindum ákæruliðum verið heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga á þeim grundvelli að um rafræn samskipti hafi verið að ræða og háttsemin geti því ekki átt undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Þá telur hann að rétturinn hafi vikið frá því sem almennt er lagt til grundvallar í lögskýringarfræðum að refsiheimildir beri að túlka þröngt. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Brynjars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Hins vegar verði að virtum gögnum málsins að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi leyfisbeiðanda samkvæmt tilgreindum ákæruliðum til refsiákvæða og ákvörðun refsingar kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Brynjar Creed var upphaflega dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla lauk nýverið rannsókn á fjölda annarra meintra brota mannsins. Brynjar er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir 15 ára aldri, til viðbótar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Áfrýjunin sneri að því að Brynjar yrði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun í þeim tilfellum þegar hann hafi látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent af því myndbönd. Ný nálgun á nauðgunarákvæði Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Landsréttur féllst á málatilbúnað saksóknara og þyngdi dóm Brynjars. Brynjar ósammála Í málskotsbeiðni sinni byggði Brynjar á því að málið hafi fordæmisgildi um hvort undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga geti heyrt sú háttsemi að fjarstaddur maður þvingi aðra til kynferðislegra athafna í einrúmi og með öðrum. Hann taldi niðurstöðu Landsréttar ranga og krafðist þess að hún yrði endurskoðuð. Beiðni sinni til stuðnings vísar hann til þess að í niðurstöðu héraðsdóms og minnihluta Landsréttar hafi háttsemin sem honum var gefið að sök í framangreindum ákæruliðum verið heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga á þeim grundvelli að um rafræn samskipti hafi verið að ræða og háttsemin geti því ekki átt undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Þá telur hann að rétturinn hafi vikið frá því sem almennt er lagt til grundvallar í lögskýringarfræðum að refsiheimildir beri að túlka þröngt. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Brynjars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Hins vegar verði að virtum gögnum málsins að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi leyfisbeiðanda samkvæmt tilgreindum ákæruliðum til refsiákvæða og ákvörðun refsingar kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira