Segir Xi hafa heitið því að senda Rússum ekki vopn Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2023 14:27 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína. AP/Leah Millis Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór í dag á fund Xi Jinping, forseta Kína, en eftir fundinn hétu þeir því að bæta samskipti ríkjanna. Þau hafa versnað verulega á undanförnum árum. Xi sagðist ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum. Blinken sagði að Xi hefði neitað að opna aftur samskipti milli herja Bandaríkjanna og Kína, eins og Bandaríkjamenn báðu um. Þá sagði Blinken að Xi hefði heitið því að senda Rússum ekki vopn sem þeir geti notað við innrásina í Úkraínu. Fyrir fundinn með Xi hafði Blinken rætt við utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Ákveðið var í dag að halda frekari fundi í næstunni. AP fréttaveitan segir óljóst hvort ráðamenn ríkjanna tveggja muni getað fundið lausn á deilumálum þeirra en mörg þeirra mála skipta miklu máli fyrir stöðugleika í heiminum. Lítið bendir til þess að hvorug fylking er tilbúin til þess að gefa eftir. Mikil spenna Mikill spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína en hún hefur aukist mjög á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs tilkalls Kínverja til nánast alls Suður-Kínahafs. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa staðið í gífurlega umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa varað við því að hernaðargeta Kína vari að nálgast getu Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Xi sagðist ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum. Blinken sagði að Xi hefði neitað að opna aftur samskipti milli herja Bandaríkjanna og Kína, eins og Bandaríkjamenn báðu um. Þá sagði Blinken að Xi hefði heitið því að senda Rússum ekki vopn sem þeir geti notað við innrásina í Úkraínu. Fyrir fundinn með Xi hafði Blinken rætt við utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Ákveðið var í dag að halda frekari fundi í næstunni. AP fréttaveitan segir óljóst hvort ráðamenn ríkjanna tveggja muni getað fundið lausn á deilumálum þeirra en mörg þeirra mála skipta miklu máli fyrir stöðugleika í heiminum. Lítið bendir til þess að hvorug fylking er tilbúin til þess að gefa eftir. Mikil spenna Mikill spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína en hún hefur aukist mjög á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs tilkalls Kínverja til nánast alls Suður-Kínahafs. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa staðið í gífurlega umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa varað við því að hernaðargeta Kína vari að nálgast getu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira