Erlent

Segja gögn benda til þess að grísk yfir­völd hafi sagt ó­satt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þeir sem björguðust hafast nú við í vöruskemmu í bænum Kalamata.
Þeir sem björguðust hafast nú við í vöruskemmu í bænum Kalamata. AP/Angelos Tzortzinis

Breska ríkisútvarpið segist hafa gögn undir höndum sem bendi til að gríska strandgæslan hafi ekki sagt rétt frá þegar yfirfullur flóttamannabátur sökk unan grísku ströndinni með þeim afleiðingum að hundruð fórust.

 Svo virðist sem skipið hafi verið kjurrt í að minnsta kosti sjö klukkustundir áður en því hvolfdi en strandgæslan hafði sagt að skipið hefði verið á ferð allan tíman, á leið til Ítalíu og raunar hafi skipstjórinn ítrekað afþakkað aðstoð. 

Að minnsta kosti sjötíu og átta dauðsföll hafa verið staðfest en Sameinuðu þjóðirnar telja ljóst að 500 hið minnsta hafi verið um borð. 

Stofnunin hefur kallað eftir því að aðkoma grískra yfirvalda að málinu verði rannsökuð og þá sérstaklega hvers vegna björgunaraðgerðir hafi ekki hafist fyrr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×