„Við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 12:05 Guðlaugur Victor Pálsson segir Ísland eiga góða möguleika á sigri gegn Slóvökum í kvöld Vísir/Vilhelm Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United og íslenska landsliðsins, segir að Åge Hareide sé búinn að undirbúa íslenska hópinn vel fyrir leikinn gegn Slóvakíu og telur að Ísland eigi góða möguleika á að sækja þrjú stig í kvöld. „Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira