Björk heiðursdoktor við Listaháskólann Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2023 20:40 Björk lyftir upp viðurkenningarskjalinu á athöfninni í Silfurbergi í dag. Aðsent Björk Guðmundsdóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Listaháskóla Íslands á útskrift skólans sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu í dag. Björk hlýtur nafnbótina fyrir listrænt framlag sitt en þetta er í annað sinn í sögu skólans sem nafnbótin er veitt. Í tilkynningu frá skólanum segir að nafnbótina heiðursdoktor megi veita þeim sem skólinn vil heiðra fyrir einstakt framlag til lista og menningar. Með valinu skapist tækifæri fyrir skólann til að sýna viðkomandi virðingu fyrir farsælt starf og mikilsvert framlag til fræðasviðs lista. Við tilefnið fékk Björk pendúl hannaðan af Tinnu Gunnarsdóttur, vöruhönnuði og fyrrverandi prófessor, og heiðursskjal hannað af Guðmundi Oddi, fyrrverandi prófessor í hönnun- og arkitektúrdeild við LHÍ. Náttúruafl sem skapar heildstæða heima Fríða Björk Ingvarsdóttir, fráfarandi rektor Listaháskólans, flutti ræðu við tilefnið og fór yfir feril Bjarkar. Þar sagði hún meðal annars að Björk væri svo sannarlega ekki einhöm „heldur miklu frekar náttúrafl“. Fríða Björk hefur verið rektor LHÍ síðan 2013 en lætur af störfum í ár. Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekur við sem rektor í ágúst.Vísir/Bjarni „Þar fyrir utan er hún enginn venjulegur tónlistarmaður og um hana virðast gilda önnur lögmál en flesta. Sem sólólistamaður hefur hún stöðugt haldið áfram að endurnýja tengingu sína við tónsmíðarnar og eigin ímynd. Í hvert skipti sem hún sendir nýtt sköpunarverk frá sér, færir hún okkur óvæntan og nýjan heildstæðan heim,” sagði meðal annars í ræðunni. Á útskriftarathöfninni voru flutt tvö verk eftir Björk. Annars vegar „Atopos“ í flutningi Murmura og hins vegar „tabula rasa“ í flutningi viibra. Alls voru útskrifaðir 162 nemendur frá fimm deildum Listaháskólans í dag. Háskólar Tónlistarnám Menning Björk Tengdar fréttir Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Björk hlýtur nafnbótina fyrir listrænt framlag sitt en þetta er í annað sinn í sögu skólans sem nafnbótin er veitt. Í tilkynningu frá skólanum segir að nafnbótina heiðursdoktor megi veita þeim sem skólinn vil heiðra fyrir einstakt framlag til lista og menningar. Með valinu skapist tækifæri fyrir skólann til að sýna viðkomandi virðingu fyrir farsælt starf og mikilsvert framlag til fræðasviðs lista. Við tilefnið fékk Björk pendúl hannaðan af Tinnu Gunnarsdóttur, vöruhönnuði og fyrrverandi prófessor, og heiðursskjal hannað af Guðmundi Oddi, fyrrverandi prófessor í hönnun- og arkitektúrdeild við LHÍ. Náttúruafl sem skapar heildstæða heima Fríða Björk Ingvarsdóttir, fráfarandi rektor Listaháskólans, flutti ræðu við tilefnið og fór yfir feril Bjarkar. Þar sagði hún meðal annars að Björk væri svo sannarlega ekki einhöm „heldur miklu frekar náttúrafl“. Fríða Björk hefur verið rektor LHÍ síðan 2013 en lætur af störfum í ár. Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekur við sem rektor í ágúst.Vísir/Bjarni „Þar fyrir utan er hún enginn venjulegur tónlistarmaður og um hana virðast gilda önnur lögmál en flesta. Sem sólólistamaður hefur hún stöðugt haldið áfram að endurnýja tengingu sína við tónsmíðarnar og eigin ímynd. Í hvert skipti sem hún sendir nýtt sköpunarverk frá sér, færir hún okkur óvæntan og nýjan heildstæðan heim,” sagði meðal annars í ræðunni. Á útskriftarathöfninni voru flutt tvö verk eftir Björk. Annars vegar „Atopos“ í flutningi Murmura og hins vegar „tabula rasa“ í flutningi viibra. Alls voru útskrifaðir 162 nemendur frá fimm deildum Listaháskólans í dag.
Háskólar Tónlistarnám Menning Björk Tengdar fréttir Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00