Fjölnir á toppinn eftir sigur í Grindavík | Auðvelt hjá Fylki í Árbænum Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 21:29 Hans Viktor skoraði eina mark kvöldsins vísir/bára Grindvíkingar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Stakkavíkurvöllinn. Með sigri hefði Grindavík jafnað Fjölni að stigum í 2. sæti. Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti