Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2023 15:01 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“ Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“
Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira