Erlent

Þjóðar­sorg lýst yfir í Grikk­landi eftir að 79 látast í sjó­slysi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skipstjórinn afþakkaði aðstoð áður en bátnum hvolfdi.
Skipstjórinn afþakkaði aðstoð áður en bátnum hvolfdi.

Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu.

Gríska ríkisstjórnin segir að um mesta flóttamannaharmleik í sögu landsins sé að ræða og hafa lýst yfir þjóðarsorg vegna atviksins. 

Báturinn sökk um 80 kílómetra suðvestur af eynni Pylos, eftir að skipstjórann hafði afþakkað hjálp frá grísku strandgæslunni. Flugvél á vegum evrópska landamæraeftirlitsins Frontex hafði fyrst séð bátinn á þriðjudagskvöld og ljóst var af myndum af skipinu að það var yfirfullt og enginn í björgunarvestum.

Samband náðist við bátinn í gegnum gerfihnattasíma en hjálp var afþökkuð og björgunaraðilum tilkynnt að báturinn væri á leið til Ítalíu. Eftir að honum hvolfdi tók aðeins tíu til fimmtán mínútur fyrir skipið að sökkva. 

Björgunaraðgerðir hófust þegar í stað að sögn Grikkja en aðstæður voru erfiðar vegna mikils vinds.

 Hjálparsamtök flóttamanna gagnrýna hinsvegar grísku strandgæsluna og segja of langan tíma hafa liðið uns hjálp barst. Eftirlifendur tala um að heildarfjöldi um borð hafi verið á bilinu 500 til 700 manns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×