Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 07:02 Ákærurnar á hendur Trump virðast ekki hafa haft áhrif á stuðning við hann í forvali Repúblikana. AP/Andrew Harnik „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira