Innlent

Fjórir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti nokkrum útköllum í gær vegna líkamsárása og heimilisofbeldis.
Lögregla sinnti nokkrum útköllum í gær vegna líkamsárása og heimilisofbeldis. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu.

Um hinar líkamsárásirnar tvær segir eingöngu að þær hafi átt sér stað í umdæminu Grafarvogur/Árbær/Mosfellsbær og að þær séu í rannsókn.

Í miðbænum var maður sakaður um að hafa í hótunum og lagði lögregla hald á hníf. Þá var maður vistaður í fangageymslu vegna heimilisofbeldis og þjófnaðarmáls. Einn annar var vistaður í fangageymslu vegna þjófnaðar.

Að minnsta kosti sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þá reyndust tveir ökumenn án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×