Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar fyrir daginn.
Þar segir að maðurinn hafi verið handtekinn grunaður um nytjastuld farartækis og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Af dagbókinni að dæma var nokkuð mikið um menn í annarlegu ástandi í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Lögregla sinnti til að mynda tilkynningu um mann sem neitaði að fylgja fyrirmælum öryggisvarðar og óskaðist fjarlægður. Lögregla ók manninum að samastað hans.