Innlent

Borgari elti uppi stút á stolnum bíl

Árni Sæberg skrifar
Lögreglumenn stöðvuðu för mannsins.
Lögreglumenn stöðvuðu för mannsins. Vísir/Vilhelm

Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi ganga á milli bíla og reyna að komast inn í þá. Svo fór að hann komst inn í bíl einn og ók af stað, þrátt fyrir ástand sitt. Sá sem tilkynnti elti manninn þar til lögregla náði að stöðva för hans.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar fyrir daginn.

Þar segir að maðurinn hafi verið handtekinn grunaður um nytjastuld farartækis og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Af dagbókinni að dæma var nokkuð mikið um menn í annarlegu ástandi í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Lögregla sinnti til að mynda tilkynningu um mann sem neitaði að fylgja fyrirmælum öryggisvarðar og óskaðist fjarlægður. Lögregla ók manninum að samastað hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.