Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 13:34 Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með KA en hann hefur spilað fyrir liðið síðan 2017. vísir/daníel Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót.
Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42
Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33
Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn