Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2023 13:01 Koma verður í ljós hvort þremenningarnir kæri niðurstöðu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. Vísir Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. Heimildin greindi fyrst frá niðurstöðunni en Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, segir í samtali við Vísi að bréf frá héraðssaksóknara, sem var dagsett þann 6. júní, hafi verið opnað í dag. Þar komi fram að gögn málsins hafi ekki þótt vera líkleg til sakfellingar. Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífs. Vítalía kærði þá hins vegar fyrir kynferðisbrot. Héraðssaksóknari felldi það mál niður en Vítalía kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara þar sem málið er til skoðunar. „Vítalía er mjög glöð og telur að þetta sé staðfesting á því að þetta hafi verið einvhers konar þöggunartilburðir af þeirra hálfu að leggja fram þessa kæru. Hún er glöð að þessi niðurstaða sé komið málið,“ segir Kolbrún. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þriggja manna í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Það var svo í janúar í fyrra sem hún ræddi málið í Eigin konum, hlaðvarpi Eddu Falak, og sagði sína hlið á málinu. Fram kom í frásögn Vítalíu að hún hefði mætt í bústaðinn en þegar liðið hafi á kvöldið hafi verið farið yfir öll hennar mörk. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Svo fór að þremenningarnir kærðu Arnar og Vítalíu meðal annars fyrir fjárkúgun en hún þá fyrir kynferðisbrot. Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hvort málið á hendur Arnari hafi sömuleiðis verið fellt niður. Uppfært klukkan 14:46 Fréttastofa hefur fengið staðfest frá embætti héraðssaksóknara að rannsókn á hendur Arnari hafi einnig verið felld niður. Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Sjá meira
Heimildin greindi fyrst frá niðurstöðunni en Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, segir í samtali við Vísi að bréf frá héraðssaksóknara, sem var dagsett þann 6. júní, hafi verið opnað í dag. Þar komi fram að gögn málsins hafi ekki þótt vera líkleg til sakfellingar. Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífs. Vítalía kærði þá hins vegar fyrir kynferðisbrot. Héraðssaksóknari felldi það mál niður en Vítalía kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara þar sem málið er til skoðunar. „Vítalía er mjög glöð og telur að þetta sé staðfesting á því að þetta hafi verið einvhers konar þöggunartilburðir af þeirra hálfu að leggja fram þessa kæru. Hún er glöð að þessi niðurstaða sé komið málið,“ segir Kolbrún. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þriggja manna í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Það var svo í janúar í fyrra sem hún ræddi málið í Eigin konum, hlaðvarpi Eddu Falak, og sagði sína hlið á málinu. Fram kom í frásögn Vítalíu að hún hefði mætt í bústaðinn en þegar liðið hafi á kvöldið hafi verið farið yfir öll hennar mörk. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Svo fór að þremenningarnir kærðu Arnar og Vítalíu meðal annars fyrir fjárkúgun en hún þá fyrir kynferðisbrot. Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hvort málið á hendur Arnari hafi sömuleiðis verið fellt niður. Uppfært klukkan 14:46 Fréttastofa hefur fengið staðfest frá embætti héraðssaksóknara að rannsókn á hendur Arnari hafi einnig verið felld niður.
Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Sjá meira
Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40